Sigurvegarar


Sjálfstæðisflokkurinn er sigurvegari kosninganna hvernig sem á málið er litið. Eftir langa stjórnarsetu fær hann aukið umboð og fleiri þingmenn, meðan samstarfsflokkurinn fær refsingu.

Það er því ekki hægt að segja að niðurstaða kosninganna sé beinn og afdráttarlaus áfellisdómur um stjórnina.

Það er engin leið að horfa framhjá því að þjóðin vill fela Sjálfstæðisflokki forystu í ríkisstjórn.

Þótt sigur VG sé líka stór, er engin slík krafa á bakvið. VG hirðir stjórnarandstöðuvinninginn - sem andstöðuflokkur fyrst og fremst.

Spurningin sem Framsókn spyr sig nú er: Hvers vegna við en ekki þeir? Þetta er líka spurningin sem Samfylkingin stendur frammi fyrir: Hvers vegna vinnur VG í stjórnarandstöðu en ekki hún?

Ég hef mína kenningu um það. Ég held henni hins vegar fyrir mig á meðan mitt fólk veltir vöngum, ræðir sín í milli og dregur lærdóm. Það er engum til gagns að hrapa að niðurstöðu eða fella sleggjudóma. Þetta er lærdómsferli sem þarf að vanda.

meira á www.stefanjon.is


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband