Samstarf með Sjálfstæðisflokki?

Stórtíðindi hafa gerst í stjórnmálum: Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ræða saman um stjórnarmyndun. Ég lýsti því opinberlega í fyrrasumar að þetta gæti verið eðlilegur kostur, og uppskar mismikinn fögnuð í flokknum, eins og reyndar mörgum mánuðum áður þegar ég hafði reifað samstarf við sjálfstæðismenn af öðru tilefni. 

Það var í júlí í fyrra að Margrét S. Björnsdóttir reið á vaðið með ítarlegri grein um það sem þessir flokkar gætu náð saman um. Ég fylgdi eftir við nokkur mótmæli úr okkar röðum og leyfi mér að rifja upp hluta úr þeirri grein þegar nú hafa skipast veður í lofti.  Margt að því stenst nefnilega skoðun í dag: 

,,ÉG ER þeirrar skoðunar að Samfylkingin eigi ekki að hafna fyrirfram neinum kostum um stjórnarsamstarf á næsta kjörtímabili. Þar komi Sjálfstæðisflokkurinn til greina"

Um hið pólitíska erindi sagði ég:

,,Mikilvægt er að boðskapur okkar sé skýrt tengdur manngildishugsjón jafnaðarmennskunnar og varði almannahagsmuni: Velferð, náttúru, auðlindir og nýtingu þeirra, menntun og þekkingarsamfélag, alþjóðlegt samstarf og samkeppnis- og neytendamál. Undir hverjum lið verði skilgreind afmörkuð verkefni næsta kjörtímabils. ...Felur það í sér að Samfylkingin hafni fyrirfram samstafi við Sjálfstæðisflokkinn og ákveði að þá og því aðeins setjist hún í ríkisstjórn að verði með einhverjum öðrum flokkum? Það tel ég óskynsamlegt. Slík nauðhyggja leiddi ekkert gott af sér fyrir málstað jafnaðarmanna við sveitarstjórnarkosningarnar í vor, hvorki í Reykjavík né annars staðar.

Meira um hugsanleg ágreiningsefni við Sjálfstæðisflokk og hlutverk Samfylkingarinnar á www.stefanjon.is  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband