11.5.2007 | 17:24
Óráðnir ráða
Í upphafi þessarar viku skrifaði ég um stöðuna samkvæmt könnunum. Megin niðurstaða mín stendur enn, kvöldið fyrir kjördag:
1) Það er bara eitt forystuafl utan ríkisstjórnarinnar. S-vo einfalt er það.
2) Óráðnir ráða úrslitum þegar svona tæpt er. Kannanir eru með ótrúlega mismunandi niðurstöður og það er ekki vel að marka á svona stundum þegar menn kreista svarhlutfall upp í viðunandi skil með því að þráspyrja. Ef þarf að þráspyrja fólk er það óráðið. Eitt er víst að mínu mati: Fylgi Sjálfstæðisflokksins er alls staðar ofmetið, það segir sagan.
3) Og eins og ég sagði á mánudag: Ríkisstjórnin hangir á bláþræði.
Það er því mikill möguleiki á stórum tíðindum á kvöldi kjördags.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.5.2007 | 15:56
Tilhæfu
Ungur í annað sinn
Forsíða Moggans í dag færði mig aftur í 10. ára bekk. Ég hafði fylgst með stjórnmálum gegnum Moggann í nokkur misseri og byrjaður að átta mig að staðreyndum lífsins. Ein af þeim er sú að nokkrum dögum fyrir kosningar varar Mogginn við glundroða vinstri stjórnar sem vofi yfir landslýð. Það er venjulega gert í ,,frétt" af einhverju ,,tilefni". Í þá daga birti Mogginn líka myndir af sovéskum þotum á ,,njósnaflugi" skammt undan Íslandi á kjördag.
Í dag er fréttin á forsíðu með áhrifaríkum ummælum Geirs Haarde, vegna þess að kannanir í gær sýndu að stjórnin væri fallin. Mikill afturkippur á öllum sviðum er inntak ,,fréttarinnar".
Kannanir í dag sýna að stjórnin heldur velli. Eigum við þá von á forsíðufrétt í í Mogga með mynd af Ingibjörgu Sólrúnu: ,,Varar við hægristjórn - velferðarkerfið hrynur"?
Ég held ekki.
En það var fleira slæmt í blöðunum í dag sem varð til þess að ég neyddist til að verja matartímanum í að skrifa smá yfirlýsingu:
Tilhæfulausar ásakanir Júlíusar Vífils
Vegna mjög svo óviðeigandi ummæla Júíusar Vífils Ingvarssonar í minn garð í Fréttablaðinu miðvikudag er rétt að upplýsa almenning:
Það er með öllu tilhæfulaust að ég ,,hafi nýtt" mér ,,,aðgang að netföngum starfsmanna Reykjavíkurborgar" eins og Júlíus Vífill fullyrðir. Ég veit ekki hvernig það er gert, dytti það ekki í hug og hef aldrei gert.
Staðreynd málsins er sú að ég sendi fréttapóst úr tölvu eins og ég hef gert reglubundið í mörg ár á hóp sem var ávarpaður í bréfinu sem ,,Kæru vinir og félagar". Meginefni var að kynna endurnýjaða heimasíðu, auglýsa eftir týndum ketti og velta vöngum um nýjar skoðanakannanir. Fyrir vangá mína var pósturinn líka sendur á tvo aðra hópa af mörgum í póstskrá minni sem ég hef byggt upp úr margvíslegum samskiptum á sex árum. Af þeim einstaklingum sem óvart fengu bréfið hafa fjórir haft samband og frábeðið sér slíkar sendingar með kurteisum og málefnalegum hætti. Það fólk hef ég beðið afsökunar á mistökunum og útskýrt. Ég hygg að það sé ekki í fyrsta skipti á Íslandi að tölvupóstur er sendur á rangan hóp viðtakenda, svo leitt sem það nú er.
Þetta hefði ég getað sagt blaðamanni Fréttablaðsins, sem segir að ekki hafði náðst í mig við ,,vinnslu" fréttarinnar. Ég skal ekki rengja að reynt hafi verið að hringja þótt sími minn og talhólf sýni þess engin merki. Vinnslan var nú ekki meiri en svo að hægt er að hafa upp á netföngum mínum á að minnsta kosti þremur vefsíðum á Íslandi. Þar á meðal þeirri vefsíðu sem kynnt var í umræddum pósti og hefur nú verið endurnýjuð undir sama veffangi og ég hef haft síðustu sex ár: www.stefanjon.is.
Ps. Kötturinn er kominn fram.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.5.2007 | 08:34
Enn sýna kannanir að miklar breytingar gætu orðið síðustu dagana
Hvatningarleiðari Morgunblaðisins 8. maí var meira en bara hvatning, hrein frýjunarorð til samstarfsmanna Sjálfstæðisflokksins: nú er að duga eða drepast, þið þarna! Ritstjóri Moggans beinlínis rekur Framsóknarmenn út að berjast. Blaðið er sem sagt ekki bara blað Sjálfstæðisflokksins heldur einkum og sérí lagi blað ríkisstjórnarinnar.
Leiðarinn staðfestir það sem kannanir hafa sýnt síðustu daga: Líf ríkisstjórnarinnar hangir á bláþræði og gæti fjarað út við næsta andblæ. Þess vegna er panik við Rauðavatn.
Ríkisstjórnarmeirihlutinn er því stóra óvissutáknið í því mynstri sem fest hefur sig í sessi síðustu daga.
Undir þessum kringumstæðum er vert að íhuga það sem heyrist úr búðum Framsóknarmanna að þeir muni ekki fara í stjórn þótt meirihluti lafi, sé fylgi þeirra bágt.
Við því hef ég bara eitt svar: Reykjavík.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.5.2007 | 14:56
Þrjár merkilegar niðurstöður kannana fáum dögum fyrir kosningar
Þær kannanir sem birtast viku fyrir kosningar segja nokkra merkilega hluti:
1) Það er bara eitt forystuafl utan ríkisstjórnarinnar. S-vo einfalt er það.
2) Óráðnir eru næst stærsta stjórnmálaaflið. Það er að vísu erfitt að nálgast nákvæmar upplýsingar um þetta atriðí á t.d. kosningavefjum Mbl. og Rúv, en eigi að síður mun þetta staðreynd. Svarhlutfall er óþægilega lágt og af þeim sem svara er enn margir óráðnir. Fréttablaðið sunnudag hringdi í 1600 manna úrtak, 62% svöruðu sem er langt fyrir neðan hið æskilega 70% svarhlutfall. Af þeim sem þó gáfu svar voru nærri 30% óráðin! Fylgi Sjálfstæðisflokksins vegur því óvenju þungt meðal þeirra sem svara, og sóknarfærin eru gríðarleg enn. Þriðjungur af óráðnum ofan á fylgið í dag myndi færa Samfylkingunni stærsta stjórnmálasigur sinn.
Sem þýðir:
3) Ríkisstjórnin hangir á bláþræði. Blá-þræði.
Alltaf fleiri spurningar um ÍRAK.
Heimspressan hefur haft mörg tilefni til að fjalla um ástandið í ÍRAK að undanförnu og þau ekki góð.Á fréttasíðu minni fjalla ég meðal annars um leiðara New York Times þar sem farið er ákaflega hörðum orðum um stuðningsmenn innrásarinnar og ítrekaðar margar þær spurningar sem lengi hafa brunnið á fólki. En ég vil sérstaklega vekja athygli á grein minni þar sem ég rýni í réttlætingar Tonys Blairs á þeim tveimur stríðum sem hinir vígfúsu standa nú að, í Afgahanistan og Írak. Ég kemst að þeirri niðurstöðu að Blair hefði betur fylgt yfirlýstri hugsjón sinni en George W. Bush. (Sjá www.stefanjon.is )
Ný fréttasíða:Ný fréttasíða mín með greinum frá Afríku og um samfélagsmál er komin í loftið. Gjörið svo vel og skoðið á www.stefanjon.is
Slæm frétt úr dýralífinu! Goði týndur.
Goði, týndist af Freyjugötu á föstudag.
Hér í Afríku hef ég notið náttúrunnar og kynna af mörgum dýrum. En nú berst slæm dýrafrétt að heiman. Goði heimiliskötturinn á Freyjugötu er búinn að vera týndur í nokkra daga. Hann er með ól og eyrnamerktur, og sker sig svo sannarlega úr umhverfinu hvar sem hann fer. Anna Kristine fósturmóðir hans rekur nú herferð í leit sem að umfangi er á við þokkalegan stjórnmálaflokk en hafi einhver blogglesenda séð þennn glæsilega kött, láti hann vinsamlega Önnu Kristine vita: gsm 866 7513
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)