Gjörningur í mannabyggð

 skoli-og-krakkarHér norpar fátækin undir dulum sem börnin sveipa um sig í kulinu frá namibíska vetrinum. Atvinnuleysi er stundum sagt 80% en hvernig er það mælt þar sem enginn virðist vinna? San menn voru safnarar og veiðimenn í 20 þúsund ár, þeim er ekki gefið að gerast allt í einu bændur. Ef jarðnæði fæst.  Samfélögin eru háð matargjöfum sem koma stopult frá stjórnvöldum, sjaldan sést peningur og þeir fáu sem eiga seðla eiga erfitt, slík er ásóknin frá hinum sem aldrei eignast neitt.

 

Í ,,þorpunum” í kring má sjá byggðir fólksins. Þetta eru 10-20 kofar fyrir 20-30 manns.  Byggðin er eins og gjörningur. Sundurgerð í klæðaburði er líkt og einhver hafi ímyndað sér sjóveikan sirkús.  

Nær grasrótinni kemst maður tæpast nema skríða. Bíllinn leggur að baki malarveg og skrönglast svo loks inn á sandslóða og krækir fyrir tré sem fílarnir hafa fellt. Þá kemur skólinn í ljós.  Alls konar ,,nytja” hlutir liggja á víð og dreif eins og eftir vindhviðu af öskuhaugum, en eru þegar nánar er að gætt hluti af ,,skipulagi” sem tekur mið af fábrotnu lífi: Kveikja í pípu, elda graut, sitja á hækjum sér, skræla Djöflakló.  Meira er það tæpast.  

Á Vesturlöndum gengur fólk í listaháskóla í fjögur ár til að læra að búa til sjónarspil sem þó gæti aldrei nálgast þessa sýningu í ,,óræðum margbeytileika” eins og gangrýnendur segja þegar þeir vita ekki meir.

Sjá www.stefanjon.is  um heimsókn til Búskmanna í Kalahari mörkinni.

hjon-reykja


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Þakka fróðlegar færslur.  Viðurkenni vankunnáttu mína en hvað er djöflakló?

Jenný Anna Baldursdóttir, 16.7.2007 kl. 11:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband