16.5.2007 | 11:08
Nauðsynleg lesning
Því miður er Mogginn hættur að birta fréttir af því sem gerist á bak við tjöldin í pólitíkinni nema þegar Ingibjörg Sólrún verður pirruð. En leiðarinn í dag er ágætis opinberun um nauðsyn þess að halda núverandi stjórnarsamstarfi í gangi:
1) Framsóknarflokkurinn hlýtur að skilja að með alla opinbera sjóði fulla hlýtur að vera betra í stjórn en utan til að útdeila gæðunum.
2) Sjálfstæðisflokkurinn hlýtur að skilja nauðsyn þess að halda Ingibjörgu Sólrúnu utan stjórnar.
Tvö háleit markmið um landsstjórnina.
Þau verða þeim mun háleitari þegar þau eru sett í samhengi við pólitískan reifara á www.mannlif.is
Athugasemdir
Já það geta varla talist málefnaleg rök fyrir því að halda Samfylkingu frá ríkisstjórn að reyna með því að verða Ingibjörgu Sólrúnu að falli.
Skyldi það virkilega vera raunin að það eina sem standi í Sjálfstæðismönnum sé að með því að fara í samstarf við Samfylkingu sé pólitísk framtíð Ingibjargar tryggð!
Mikið ofsalega óttast menn hana á þeim bænum ..... hvað varð nú um málefnalega pólitík?
Ætli það sé ekki frekar að með því að semja við Framsókn eina ferðina enn geta þeir fjölgað ráðuneytum í sínu ranni, því flokkur sem kemst fyrir í 7 manna fólksbíl getur varla krafist helmingarskipta ráðuneyta.
Það þýddi ekki að bjóða Samfylkingunni slíkt!
Guðríður Arnardóttir, 16.5.2007 kl. 11:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.