15.7.2007 | 17:49
Gjörningur í mannabyggð

Í ,,þorpunum í kring má sjá byggðir fólksins. Þetta eru 10-20 kofar fyrir 20-30 manns. Byggðin er eins og gjörningur. Sundurgerð í klæðaburði er líkt og einhver hafi ímyndað sér sjóveikan sirkús.
Nær grasrótinni kemst maður tæpast nema skríða. Bíllinn leggur að baki malarveg og skrönglast svo loks inn á sandslóða og krækir fyrir tré sem fílarnir hafa fellt. Þá kemur skólinn í ljós. Alls konar ,,nytja hlutir liggja á víð og dreif eins og eftir vindhviðu af öskuhaugum, en eru þegar nánar er að gætt hluti af ,,skipulagi sem tekur mið af fábrotnu lífi: Kveikja í pípu, elda graut, sitja á hækjum sér, skræla Djöflakló. Meira er það tæpast.Á Vesturlöndum gengur fólk í listaháskóla í fjögur ár til að læra að búa til sjónarspil sem þó gæti aldrei nálgast þessa sýningu í ,,óræðum margbeytileika eins og gangrýnendur segja þegar þeir vita ekki meir.
Sjá www.stefanjon.is um heimsókn til Búskmanna í Kalahari mörkinni.
Athugasemdir
Þakka fróðlegar færslur. Viðurkenni vankunnáttu mína en hvað er djöflakló?
Jenný Anna Baldursdóttir, 16.7.2007 kl. 11:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.