8.10.2007 | 20:18
Uppreisn í Orkuveitunni
Eigum við að trúa því að það hafi verið fyrst í síðustu viku að borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins fengu veður af fjölmörgum útrásarverkefnum OR um alla jörð?
Á nú að kasta fyrir róða öllu því sem áunnist hefur, fyrst og fremst fyrir tilstilli þess hve Orkuveitan er þekkt og vel metið fyrirtæki um allan heim?
Eigum við borgarbúar að missa þekkingarauðinn sem býr í fyrirtækinu og við höfum byggt upp með starfsfólki til að svala fró í innanflokksdeilum í Ráðhúsinu?
Markaðsstarf, viðskiptavild, þekkingarauður, mannskapur og geta til að mala gull í þágu borgarinnar allt burt? Eins og Guðlaugur Þór sagði mörg hundruð sinnum á stuttum stjórnarformennskuferli sínum: ,,Það er mjög auðvelt að missa forystuna
Nú hefur verið samþykkt að kasta henni.
Sjá meira um uppreisnina gegn borgarstjóra og stefnu Sjálfstæðisflokksins í OR á
Athugasemdir
Sammála þér, mér finnst þarna sé verið að fara bakdyramegin að því að selja sameiginlegan auð okkar. Held að þarna sé verið að nota tækifærið vegna reiði almennings um þessa svonefndu kaupréttarsamninga til að "gefa" útvöldum forystu og þekkingu orkuveitunnar. Þekkingu sem hefur verið nýtt í mörg góð verkefni út um allan heim.
Kristín Dýrfjörð, 9.10.2007 kl. 01:33
Hárrétt hjá þér Stefán Jón. Sjálfstæðismenn fara úr öskunni í eldinn í þessu máli og ætla að einkavinavæða auðlyndir reykvíkinga í hvelli. Það verður að stoppa. Bestu kveðjur,
Hlynur Hallsson, 9.10.2007 kl. 09:46
Sammála. Það versta er að enn liggja ekki nákvæmar upplýsingar um þennan gjörning á borðinu - og enginn þykist hafa þær!
María Kristjánsdóttir, 9.10.2007 kl. 10:21
Vel athugað Stefán Jón - vel athugað.
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 9.10.2007 kl. 11:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.