17.10.2008 | 08:52
Heimspeki handboltakappans. Eða: Manngildishugsjón jafnaðarmennskunnar fær nýja rödd
Ég hef aldrei verið eins stoltur að því að vera Íslendingur og ég hef verið að læra það, að, að það er ótrúleg, það, það er, það er ótrúleg gjöf að fá að vera Íslendingur og hérna, og það eru bara 300 þúsund manneskjur sem hafa fengið þá gjöf einhvernvegin frá, þessum gaur, eða hvað hann er, eða hvað þetta er. Og við eigum að, við eigum að vera svo stolt að því og við eigum að nýta það og við eigum að keppa við sjálf okkur endalaust og ekki hvort annað. Höldum því áfram og, og hérna, og breytum heiminum og, og höldum áfram með það kreativití, þú veist, þá, þá sköpunargáfu sem að býr í okkur og verum bara best...og glöð. Takk
(Ólafur Stefánsson, ágúst 2008).
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:23 | Facebook
Athugasemdir
Ég held, því miður, að hann Ólafur sé eyrnamerktur íhaldinu Stefán minn í einhverjum kosningum var hann a.m.k á lista hjá þeim en menn geta lagt af slæma siði án þess einu sinni að vita af því og eru barasta kratar! Ég undirrituð er sammmála því að manngildishugsjón jafnaðarmanna er röddin og aflið sem blífur.
Helga Jóns. (IP-tala skráð) 17.10.2008 kl. 21:10
Sæll Stefán Jón.
Ertu að hasla þér völl í umræðu dagsins? Láti gott á vita.
Bensi
Benedikt Sigurðarson, 17.10.2008 kl. 22:40
Nú nýturðu þess að enginn nær til þín. Nú er tónlistarhússfylleríið þitt stopp og situr eftir sem klafi á okkur, sem ekki máttum við því.
Hvernig væri að þú kæmir eins og maður inn í þessa umræðu á vitrænum nótum í stað þess að bera þig við einfeldninga, þér til upphefðar.
Jón Steinar Ragnarsson, 18.10.2008 kl. 03:52
Sæll Benedikt, nei, ég ætla ekki að fara inn á umræðuvettvanginn í bili. Mér finnst alltof margar spurningar liggja óbættar hjá garði til að hægt sé að leggja til málanna á þann veg að teljast mætti uppbyggilegt. Vænti mikils af því að gerð Hvítbókar verði heiðarlegt uppgjör. Á meðan hugsa ég talsvert um ,,Leið jafnaðarmanna til móts við 21.öldina" og hvernig 2.útgáfa gæti litið úr einhvern tíman á næsta ári! Kveðja norður, sjh
Stefán Jón (IP-tala skráð) 20.10.2008 kl. 13:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.