Þrjár merkilegar niðurstöður kannana fáum dögum fyrir kosningar

Þær kannanir sem birtast viku fyrir kosningar segja nokkra merkilega hluti:

 


1) Það er bara eitt forystuafl utan ríkisstjórnarinnar. S-vo einfalt er það.


2) Óráðnir eru næst stærsta stjórnmálaaflið.  Það er að vísu erfitt að nálgast nákvæmar upplýsingar um þetta atriðí á t.d. kosningavefjum Mbl. og Rúv, en eigi að síður mun þetta staðreynd. Svarhlutfall er óþægilega lágt og af þeim sem svara er enn margir óráðnir. Fréttablaðið sunnudag hringdi í 1600 manna úrtak, 62% svöruðu sem er langt fyrir neðan hið æskilega 70% svarhlutfall. Af þeim sem þó gáfu svar voru nærri 30% óráðin!  Fylgi Sjálfstæðisflokksins vegur því óvenju þungt meðal þeirra sem svara, og sóknarfærin eru gríðarleg enn.  Þriðjungur af óráðnum ofan á fylgið í dag myndi færa Samfylkingunni stærsta stjórnmálasigur sinn.

Sem þýðir:

3) Ríkisstjórnin hangir á bláþræði. Blá-þræði.  

 

Alltaf fleiri spurningar um ÍRAK.

Heimspressan hefur haft mörg tilefni til að fjalla um ástandið í ÍRAK að undanförnu og þau ekki góð.Á fréttasíðu minni fjalla ég meðal annars um leiðara New York Times þar sem farið er ákaflega hörðum orðum um stuðningsmenn innrásarinnar og ítrekaðar margar þær spurningar sem lengi hafa brunnið á fólki.  En ég vil sérstaklega vekja athygli á grein minni þar sem ég rýni í réttlætingar Tonys Blairs á þeim tveimur stríðum sem hinir vígfúsu standa nú að, í Afgahanistan og Írak.    Ég kemst að þeirri niðurstöðu að Blair hefði betur fylgt yfirlýstri hugsjón sinni en George W. Bush.  (Sjá www.stefanjon.is ) 

 

Ný fréttasíða:Ný fréttasíða mín með greinum frá Afríku og um samfélagsmál er komin í loftið.  Gjörið svo vel og skoðið á www.stefanjon.is

Slæm frétt úr dýralífinu!  Goði týndur.

godi vefmyndGoði, týndist af Freyjugötu á föstudag.

Hér í Afríku hef ég notið náttúrunnar og kynna af mörgum dýrum.  En nú berst slæm dýrafrétt að heiman.  Goði heimiliskötturinn á Freyjugötu er búinn að vera týndur í nokkra daga.  Hann er með ól og eyrnamerktur, og sker sig svo sannarlega úr umhverfinu hvar sem hann fer.  Anna Kristine fósturmóðir hans rekur nú herferð í leit sem að umfangi er á við þokkalegan stjórnmálaflokk en hafi einhver blogglesenda séð þennn glæsilega kött, láti hann vinsamlega Önnu Kristine vita: gsm 866 7513


Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband