Enn sýna kannanir að miklar breytingar gætu orðið síðustu dagana

Hvatningarleiðari Morgunblaðisins 8. maí var meira en bara hvatning, hrein frýjunarorð til samstarfsmanna Sjálfstæðisflokksins: nú er að duga eða drepast, þið þarna!  Ritstjóri Moggans beinlínis rekur Framsóknarmenn út að berjast.  Blaðið er sem sagt ekki bara blað Sjálfstæðisflokksins heldur einkum og sérí lagi blað ríkisstjórnarinnar.

Leiðarinn staðfestir það sem kannanir hafa sýnt síðustu daga: Líf ríkisstjórnarinnar hangir á bláþræði og gæti fjarað út við næsta andblæ.  Þess vegna er panik við Rauðavatn.

Ríkisstjórnarmeirihlutinn er því stóra óvissutáknið í því mynstri sem fest hefur sig í sessi síðustu daga.

Undir þessum kringumstæðum er vert að íhuga það sem heyrist úr búðum Framsóknarmanna að þeir muni ekki fara í stjórn þótt meirihluti lafi, sé fylgi þeirra bágt.

Við því hef ég bara eitt svar:  Reykjavík.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband